Fótbolti

Gana verður án Appiah

Elvar Geir Magnússon skrifar
Appiah er hér til hægri á myndinni. Afríkukeppnin verður haldin í Gana og hefst þann 20. janúar.
Appiah er hér til hægri á myndinni. Afríkukeppnin verður haldin í Gana og hefst þann 20. janúar.

Landslið Gana hefur orðið fyrir miklu áfalli eftir að í ljós hefur komið að Stephen Appiah getur ekki leikið í Afríkukeppninni vegna meiðsla. Appiah leikur með Fenerbahce og er fyrirliði Gana.

Appiah er mikill lykilmaður í liði Gana og lék stórt hlutverk þegar það var eina Afríkuliðið sem komst upp úr riðlakeppninni á HM 2006. Hann skoraði sigurmarkið í leik gegn Bandaríkjunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×