Innlent

Vonar að morðið á Bhutto hleypi ekki öllu í bál og brand

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir

„Þetta þýðir að nú eru harðlínu íslamistar að færa sig upp á skaftið í landinu sem er óhugnanlegt og hefur áhrif á lýðræðisþróunina," segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra um morðið á Benazir Bhutto leiðtoga stjórnarandstöðunnar í Pakistan.

Um leið fordæmir Ingibjörg morðið en Bhutto var ráðin af dögum í morgun. Hún segir fulla ástæðu til að fylgjast með stöðu mála þar sem þessi þjóð ráði yfir kjarnorkuvopnum og sé í raun ein púðurtunna. „Maður vonar samt að þetta hleypi ekki öllu í bál og brand," segir Ingibjörg.

Aðspurð um hvaða áhrif morðið hafi á stöðu alþjóðamála segist Ingibjörg trúa því að Bandarísk stjórnvöld fari yfir stöðu máli í framhaldi af þessu. „Það er hinsvegar ómögulegt að segja til um hvaða afleiðingar þetta hefur."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×