Innlent

Metár í innanlandsflugi

Frá Reykjavíkurflugvelli.
Frá Reykjavíkurflugvelli.

Í dag mun fjöldi farþega um íslenska áætlunarflugvelli í fyrsta skipti fara yfir 500 þúsund á ársgrundvelli. Þetta er um 17% aukning á milli ára en í fyrra fóru um 427 þúsund farþegar með innanlandsflugi. Veruleg fjölgun hefur orðið á farþegum í innanlandsflugi á árinu, einkum á Reykjavíkurflugvelli, á Ísafirði, Akureyri og á Egilsstöðum.

Talsmenn Flugstoða segja að þróun farþegafjölda á árinu sem sé að líða beri glöggt með sér að viðskiptavinir sjá sér hag í því að nýta flugsamgöngur í stað þess að keyra á milli landshluta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×