Innlent

Skaftáreldar tengdir ógn loftslagsbreytinga

Ítarleg umfjöllun er um Skaftárelda í jólablaði tímaritsins The Economist. Tímaritið segir að draga megi lærdóm af þeim loftlagsbreytingum sem urðu vegna eldanna. Í grein the Economist eru Skaftáreldar tengdir við ógnir hlýnunar jarðar sem talin er yfirvofandi.

Skaftáreldarnir hófust með gosi í Laka þann 8. júní 1783 og höfðu áhrif á veðurfar um allan heim. Hér á Íslandi fylgdu gosinu svokölluð Móðuharðindi, hitastig lækkaði hér um 5 gráður og ár mikilla hafísa fóru í hönd.

En áhrifanna gætti víðar. Gríðarlegt magn gass kom upp með gosinu og barst með veðri og vindum um allan heim. Í grein the Economist er sagt frá því hvernig móðan breiddist yfir Evrópu þar sem hitastig lækkaði svo um 2 gráður og fjöldi fólks lét lífið. Í Evrópu og Skandinavíu lækkaði hitastig um 3 gráður og í Japan kólnaði svo mikið að hrísgrjónauppskeran brast með þeim afleiðingum að nærri ein milljón manna lét lífið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×