Innlent

Víðast hvar mikil hálka

Það hefur mikið snjóað í dag.
Það hefur mikið snjóað í dag.

Víðast hvar á landinu er mikil mikil hálka og illfært. Vegagerðin varar sérstaklega við mikilli hálku á Kjalarnesi og sumstaðar á Austfjörðum.

Mikil snjókoma er á Suðvestur-og Vesturlandi, hálka og snjóþekja. Einnig er hálka á Reykjanesbraut, Hellisheiði og í Þrengslum. Þá er hálka og éljagangur er á Holtavörðuheiði og Bröttubrekku.

Á Vestfjörðum er hálka og snjóþekja. Hálka er á Steingrímsfjarðarheiði. Á Norðurlandi er hálka og hálkublettir. Hálka er á Öxnadalsheiði. Á Norðausturlandi er einnig hálka og hálkublettir, í Eyjarfirði er éljagangur. Á Austfjörðum er hálka og hálkublettir. Öxi er þungfær og Breiðdalsheiði ófær. Á Suðausturlandi er einnig hálka og snjóþekja.

Þrátt fyrir mikið óveður víða hefur umferð gengið vonum framar að sögn lögreglunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×