Innlent

Regína nýr skrifstofustjóri borgarstjóra

Regína Ástvaldsdóttir hefur verið ráðin skrifstofustjóri á skrifstofu borgarstjóra í stað Magnúsar Þórs Gylfasonar. Borgarráð samþykkti ráðningu hennar og hefur hún störf fljótlega á nýju ári.

Regína er félagsráðgjafi með framhaldsnám í opinberri stjórnsýslu og stjórnun frá Endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands. Hún stundar nú meistaranám í stjórnun og nýsköpun við Háskólann í Aberdeen í Skotlandi.

Regína var sviðsstjóri þjónustu- og rekstrarsviðs Reykjavíkurborgar frá ársbyrjun 2005 til 1. júlí sl. Hún leiddi umfangsmiklar þjónustubreytingar hjá borginni á árunum 2003 og 2004, m.a. með stofnun þjónustumiðstöðva í hverfum borgarinnar eftir því sem segir í tilkynningu frá borginni.

Sex manns sóttu um stöðu skrifstofustjóra borgarstjórnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×