Innlent

Dæmd fyrir að nýta sér kerfisvillu í Netbanka Glitnis

Þrír karlmenn og ein kona voru í dag dæmd í skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Norðurlands eystra fyrir að misnota aðgang sinn að gjaldeyrisviðskiptakerfi í Netbanka Glitnis.

Mistök starfsmanns urðu til þess að kaup-og sölugengi víxlaðist og var þannig hægt að hagnast gríðarlega með kaupum og sölu á dollurum og evrum. Fólkið nýtti sér þessa villu með kerfisbundnum og sviksamlegum hætti. Hvert þeirra hagnaðist þannig á bilinu 350 þúsund krónur og 24 milljónir. Sá sem þyngsta dóminn hlaut fékk níu mánaða fangelsi en konan fékk stysta dóminn, einn mánuð.

Tvisvar þurfti að ákæra í málinu fyrir Héraðsdómi Norðurlands eystra en áður hafði Hæstiréttur vísað málinu frá vegna formgalla þar sem rangur aðili gaf út ákæruna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×