Innlent

Veðurstofan og Vatnamælingar í eina sæng

MYND/Hörður

Vatnamælingar og Veðurstofa Íslands sameinast í nýrri stofnun sem taka á til stara eigi síðar en 1. janúar 2009. Stofnunin gengur undir vinnuheitinu Vatna- og Veðurstofa Íslands.

Þetta var meðal þess sem fram kom í ræðu Þórunnar Sveinbjarnardóttur umhverfisráðherra á málstofu um niðurstöður loftslagsverkefnis á 60 ára afmæli Vatnamælinga í gær.

Fram að þeim tíma er ný stofnun tekur til starfa munu Vatnamælingar vera innan Orkustofnunar en heyra undir umhverfisráðueytið eftir því sem segir á vef þess. Þannig mun Orkumálastjóri heyra undir umhverfisráðherra þegar málefni Vatnamælinga eiga í hlut þar til hin nýja stofnun tekur til starfa.

Skýrsla starfshóps vegna hinnar nýju stofnunar liggur þegar fyrir og verður út frá henni unnið að því að móta grunn stofnunarinnar svo sem verkefni og rekstrarfyrirkomulag og undirbúa nauðsynlega lagasetningu í því sambandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×