Innlent

Umferðaróhapp á Aðalgötu

Tveir voru fluttir á til eftirlits á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja eftir umferðaróhapp á Aðalgötu austan Reykjanesbrautar um sexleytið í dag. Bifreið var ekið í veg fyrir aðra bifreið með þeim afleiðingum að þær skullu saman. Þeir sem fluttir voru til skoðunar voru farþegar í bílunum en reyndust þeir ekki alvarlega slasaðir.

Að gefnu tilefni vill lögreglan koma þeim ábendingum til ökumanna að varhugavert er að hafa börn í framsæti bifreiða. Í reglugerð segir að börn yngri en tíu ára eigi ekki að vera í framsæti bifreiða. Einnig segir að farþegi í framsæti þurfi að vera 140 cm á hæð og að lágmarki 40 kg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×