Kristinn Jakobsson verður fjórði dómari á EM í fótbolta Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 19. desember 2007 18:14 Kristinn Jakobsson knattspyrnudómari. Mynd/Daníel Kristinn Jakobsson er einn átta dómara í Evrópu sem var valinn til að starfa sem fjórði dómari á leikjum úrslitakeppni Evrópumótsins í knattspyrnu næsta sumar. Þetta kemur fram á heimasíðu UEFA í dag en Kristinn fékk símtalið í morgun. „Þetta er mikill heiður," sagði Kristinn við Vísi. „Það er eins og að jólin hafi komið aðeins fyrr þetta árið." Kristinn segir að þetta sé skref upp á við fyrir sig. „Það er ekki spurning að þetta er mikil viðurkenning fyrir mig." Hann segir að það sé vissulega gamall draumur sinn að starfa í kringum stórmót í knattspyrnu. „Þetta er auðvitað keppikefli allra dómara að komast í stóru keppnirnar og vonandi er ég með þessu að uppskera laun erfiðisins." Kristinn hefur klifið metorðastigann hægt og rólega í dómgæslunni. „Ég byrjaði á úrslitakeppni U16 landsliða, svo U17, U19 og nú þetta. En þetta er vissulega stærra skref en ég átti von á." Spurður hvort hann vonist til að verða einhverntímann valinn til að starfa sem aðaldómari á stórmóti segir hann að tíminn einn verði að leiða það í ljós. „Ég á jafn mikið von á því og ég átti von á þessu. Það eru margir um hituna og sjálfsagt vildu margir hafa fengið það símtal sem ég fékk í morgun." Kristinn má starfa sem alþjóðadómari í sjö ár í viðbót. „Ef guð og lukka leyfir mun ég klára þessi sjö ár. En næsti leikur getur líka breytt öllu, þannig er það nú bara." Dómarar á EM 2008: Aðaldómarar: Konrad Plautz, Austurríki Frank De Bleeckere, Belgíu Howard Webb, Englandi Herbert Fandel, Þýskalandi Kyros Vassaras, Grikklandi Roberto Rosetti, Ítalíu Pieter Vink, Hollandi Tom Henning Övrebö, Noregi Lubos Michel, Slóvakíu Manuel Enrique Mejuto Gonzalez, Spáni Peter Fröjfeldt, Svíþjóð Massimo Busacca, Sviss Fjórði dómari: Ivan Bebek, Króatíu Stephane Lannoy, Frakklandi Viktor Kassai, Ungverjalandi Kristinn Jakobsson Grzegorz Gilewski, Póllandi Olegaria Benquerenca, Portúgal Craig Thomson, Skotlandi Damir Skomina, Slóveníu Mest lesið Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Jafnt í stórleiknum Fótbolti Gray hetja Tottenham Enski boltinn „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Spennutryllir eftir tvö burst Sport Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Sjá meira
Kristinn Jakobsson er einn átta dómara í Evrópu sem var valinn til að starfa sem fjórði dómari á leikjum úrslitakeppni Evrópumótsins í knattspyrnu næsta sumar. Þetta kemur fram á heimasíðu UEFA í dag en Kristinn fékk símtalið í morgun. „Þetta er mikill heiður," sagði Kristinn við Vísi. „Það er eins og að jólin hafi komið aðeins fyrr þetta árið." Kristinn segir að þetta sé skref upp á við fyrir sig. „Það er ekki spurning að þetta er mikil viðurkenning fyrir mig." Hann segir að það sé vissulega gamall draumur sinn að starfa í kringum stórmót í knattspyrnu. „Þetta er auðvitað keppikefli allra dómara að komast í stóru keppnirnar og vonandi er ég með þessu að uppskera laun erfiðisins." Kristinn hefur klifið metorðastigann hægt og rólega í dómgæslunni. „Ég byrjaði á úrslitakeppni U16 landsliða, svo U17, U19 og nú þetta. En þetta er vissulega stærra skref en ég átti von á." Spurður hvort hann vonist til að verða einhverntímann valinn til að starfa sem aðaldómari á stórmóti segir hann að tíminn einn verði að leiða það í ljós. „Ég á jafn mikið von á því og ég átti von á þessu. Það eru margir um hituna og sjálfsagt vildu margir hafa fengið það símtal sem ég fékk í morgun." Kristinn má starfa sem alþjóðadómari í sjö ár í viðbót. „Ef guð og lukka leyfir mun ég klára þessi sjö ár. En næsti leikur getur líka breytt öllu, þannig er það nú bara." Dómarar á EM 2008: Aðaldómarar: Konrad Plautz, Austurríki Frank De Bleeckere, Belgíu Howard Webb, Englandi Herbert Fandel, Þýskalandi Kyros Vassaras, Grikklandi Roberto Rosetti, Ítalíu Pieter Vink, Hollandi Tom Henning Övrebö, Noregi Lubos Michel, Slóvakíu Manuel Enrique Mejuto Gonzalez, Spáni Peter Fröjfeldt, Svíþjóð Massimo Busacca, Sviss Fjórði dómari: Ivan Bebek, Króatíu Stephane Lannoy, Frakklandi Viktor Kassai, Ungverjalandi Kristinn Jakobsson Grzegorz Gilewski, Póllandi Olegaria Benquerenca, Portúgal Craig Thomson, Skotlandi Damir Skomina, Slóveníu
Mest lesið Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Jafnt í stórleiknum Fótbolti Gray hetja Tottenham Enski boltinn „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Spennutryllir eftir tvö burst Sport Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Sjá meira