Innlent

Yfir helmingur ók of hratt í Arnarbakka

MYND/Guðmundur

Brot 83 ökumanna sem fóru um Arnarbakka í Breiðholti á klukkustund eftir hádegi í gær voru mynduð með löggæslumyndavél lögreglunnar.

140 ökutæki fóru um götuna í átt að Dvergabakka og því ók meirihluti ökumanna, eða 59 prósent, of hratt eða yfir afskiptahraða. Fram kemur í frétt lögreglunnar að meðalhraði hinna brotlegu hafi verið rúmlega 48 kílómetrar á klukkustund en þarna er 30 kílómetra hámarkshraði.

Þrjátíu og einn ók á 50 kílómetra hraða eða meira en sá sem hraðast ók var mældur á 75 eða rúmlega tvöföldum hámarkshraða. Fjöldi barna fer um þennan stað á hverjum degi að sögn lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×