Innlent

„Ástandið ekki alslæmt, en gæti verið betra“

Stefán Eiríksson, lögreglustjóri.
Stefán Eiríksson, lögreglustjóri.
Stefán Eiríksson, lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, segir ekkert nýtt að skortur sé á lögregluþjónum hjá embættinu. Í Lögreglublaðinu er ítarleg umfjöllun um manneklu innan lögreglunnar og sagt að bresti í innviðum þar á bæ. Stefán bendir á að við þessu hafi verið brugðist í haust með tímabundnum álagsgreiðslum til lögreglumanna.

 

 

„Við deilum þó að sjálfsögðu þeim áhyggjum með ritstjórum blaðsins að skortur sé á menntuðum lögreglumönnum," segir Stefán en bendir á að von sé á 80 til 90 nýútskrifuðum lögreglumönnum til starfa þegar þeir hafa lokið námi. „Við erum einfaldlega að glíma við sama vanda og aðrar stofnanir, það skortir fólk til helstu starfa hér á landi."

 

 

Í Lögreglublaðinu segir einnig að sú staða komi allt of oft upp að setja þurfi nema og afleysingamenn saman í lögreglubíl." Stefán segir það rétt að þetta gerist en vill ekki segja að það sé algengt. „Við reynum að stilla því upp að reynslumikill maður sé alltaf með í för en það hefur ekki alltaf tekist. Við teljum að það sé hinsvegar betra að hafa þó ómenntaða lögreglumenn á ferðinni en enga. Þeir eru lögreglumenn og með allar þær heimildir sem lögreglumenn hafa."

 

 

„Þetta er vissulega ekki heppileg staða sem við erum í en við horfum horfum bjartsýnir fram á veginn og ég tel viss merki um að ástandið sé að skána. Ég held að það sé ekki ástæða til að mála myndina dekkri litum en hún í rauninni er, ástandið er ekki alsæmt en gæti verið betra."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×