Enski boltinn

Grétar Rafn dreymir um ensku úrvalsdeildina

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Grétar Rafn fagnar marki með AZ Alkmaar.
Grétar Rafn fagnar marki með AZ Alkmaar. Nordic Photos / AFP

Grétar Rafn Steinsson sagði í samtali við hollenska sjónvarpsstöð að hann vilji gjarnan einhverntímann fá að spila í ensku úrvalsdeildinni.

Nokkur ensk úrvalsdeildarlið voru á eftir Grétari Rafni í sumar en hann ákvað að vera um kyrrt hjá AZ og framlengdi samning sinn við félagið til ársins 2012.

„Svo lengi sem ég spila með AZ er ég ekkert að velta því fyrir mér að fara til Englands," sagði Grétar. „En ég er enn ungur og hef nægan tíma. Ég er ekkert að flýta mér," bætti hann við.

Grétar Rafn var í gær þriðji í kjöri KSÍ á knattspyrnumanni ársins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×