Enski boltinn

Jóhannes Karl fékk fjögurra leikja bann

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Jóhannes Karl Guðjónsson í leik með Burnley.
Jóhannes Karl Guðjónsson í leik með Burnley. Nordic Photos / Getty Images

Jóhannes Karl Guðjónsson hefur verið dæmdur í fjögurra leikja bann af aganefnd enska knattspyrnusambandsins sem sagði áfrýjun Burnley á spjaldinu tilgangslausa.

Nefndin sagði að tækling Jóhannesar Karls á Neil Mellor, leikmanni Preston, á sunnudag, hafi verið viljandi. Lee Mason, dómari leiksins, gaf Jóhannesi Karli beint rautt í kjölfarið sem þýðir sjálfkrafa þriggja leikja bann.

Burnley áfrýjaði spjaldinu en aganefndin þyngdi hins vegar refsinguna. Af þeim sökum missir Jóhannes Karl því af næstu fjórum leikjum Burnley.

„Við erum gáttaðir á niðurstöðunni," sagði Owen Coyle, stjóri Burnley.

Jóhannes Karl missir af leikjum Burnley við Ipswich, Sheffield Wednesday, Bristol City og Blackpool en sá síðastnefndi er á nýársdag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×