Enski boltinn

Alonso gæti spilað með Liverpool á morgun

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Xabi Alonso meiddist í leik Liverpool og Arsenal í lok október.
Xabi Alonso meiddist í leik Liverpool og Arsenal í lok október. Nordic Photos / Getty Images

Xabi Alonso gæti spilað með Liverpool á morgun þegar liðið mætir Chelsea í ensku deildarbikarkeppninni.

Alonso hefur misst af síðustu tíu leikjum liðsins vegna beinbrots í fæti en hann er óðum að jafna sig. Steve Finnan er þó tæpur fyrir leiksins vegna meiðsla.

Michael Ballack verður í leikmannahópi Chelsea í fyrsta sinn síðan í apríl síðastliðnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×