Innlent

Neysluútgjöld heimilanna aukast milli ára

MYND/Heiða

Neysluútgjöld heimilanna hafa aukast um tæp átta prósent á milli tímabilanna 2003-2005 og 2004-2006 samkvæmt samantekt sem birt er á heimasíðu Hagstofunnar. Þar kemur fram að á síðarnefnda tímabilinu voru þau 368 þúsund krónur á heimili.

Á sama tíma hefur meðalstærð heimilis minnkað eilítið, úr 2,5 einstaklingum í 2,47. Úgjöld á hvern heimilismann hafa því hækkað um rúm níu prósent á milli heimilanna.

Í rannsókn Hagstofunnar kemur enn fremur fram að ráðstöfunartekjur meðalheimilisins hafi verið um 390 þúsund krónur á mánuði, tæpar 160 þúsund krónur á mann. Ráðstöfunartekjur flestra hópa eru hærri en útgjöld þeirra en neysluútgjöldin eru að meðaltali um 94 prósent af ráðstöfunartekjum.

Í úrtaki könnunarinnar voru 3.550 heimili, 1.607 þeirra tóku þátt í rannsókninni og var svörun því aðeins um 45 prósent.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×