Fótbolti

Kaka leikmaður ársins hjá FIFA

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Brasilíumaðurinn Kaka með verðlaunin sín í kvöld.
Brasilíumaðurinn Kaka með verðlaunin sín í kvöld. Nordic Photos / AFP

Kaka frá Brasilíu var í dag útnefndur leikmaður ársins hjá Alþjóðaknattspyrnusambandinu, FIFA. Landa hans, Marta, er knattspyrnukona ársins.

Kaka hlaut yfirburðakosningu og fékk samtals fleiri stig en hinir tveir sem voru tilnefndir. Kaka fékk 1047 atkvæði, Argentínumaðurinn Lionel Messi 504 og Cristiano Ronaldo frá Portúgal 426 talsins.

Didier Drogba, leikmaður Chelsea og Ronaldinho, félagi Messi hjá Barcelona, komu næstir í kjörinu.

„Þetta er mjög sérstakt í mínum augum," sagði Kaka. „Þegar ég var yngri dreymdi mig um að spila með Sao Paulo og aðeins einn leik með brasilíska landsliðinu. En í Biblíunni segir að Guð gefi okkur meira en við biðjum um og það er tilfellið í mínu lífi."

Brasilíska goðsögnin Pele fékk svo sérstök heiðursverðlaun forseta FIFA fyrir ævistarf sitt í þágu knattspyrnunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×