Innlent

Dæmd fyrir kynferðisbrot gegn kynsystur sinni

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag konu í hálfs árs skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn kynsystur sinni í sumarbústað sumarið 2006. Þá var hún dæmd til að greiða fórnarlambi sínu 300 þúsund krónur í miskabætur.

Hinni ákærðu var gefið að sök að hafa sleikt kynfæri hinnar konunnar og við það notfært sér að hún gat ekki spornað við verknaðinum sökum ölvunar og svefndrunga.

Atvikið átti sér stað þegar konurnar voru ásamt vinkonum sínum í sumarbústað. Ein vinkvennanna mun hafa komið að því þegar brotið átti sér stað en fórnarlambið var sofandi sökum ölvunar. 

Sú sem ákærð var neitaði sök og sagði ekkert kynferðislega hafa átt sér stað milli hennar og hinnar stúlkunnar. Þær hafi aðeins farið inn í herbergi og sofnað. Þótti framburður hennar þó skera sig nokkuð úr miðað við framburð vitna og út frá honum þótti dóminum sannað að brotið hefði átt sér stað.

Dómurinn yfir konunni er skilorðsbundinn til tveggja ára.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×