Innlent

Lóðaúthlutun í Reynisvatnsási samþykkt

MYND/Framkvæmdasvið borgarinnar

Borgarráð samþykkti á fundi á sínum á fimmtudag úthlutun lóða í Reynisvatnsási í útjaðri borgarinnar.

Alls var um að ræða 55 einbýlishúsalóðir, þrjár parhúsalóðir og tíu raðhúsalóðir eftir því sem segir í tilkynningu frá borginni.

Þrátt fyrir að dregnar væru fleiri umsóknir en lóðirnar voru sem úthluta átti gekk ein einbýlishúsalóð af. Gert er ráð fyrir að dregið verði á ný úr þeim umsóknum sem fyrir liggja þegar ljóst er orðið hvort afföll verða áður en greiðslufresti lýkur. Sá frestur er fram í miðjan janúar á næsta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×