Innlent

Fjórar stöðvar fá útboðsgögn vegna Grímseyjarferju

Grímseyjarferjan Sæfari í reynslusiglingu í síðustu viku.
Grímseyjarferjan Sæfari í reynslusiglingu í síðustu viku. MYND/Stöð 2

Fjórar skipasmíðastöðvar hafa fengið send útboðsgögn vegna síðustu verkefnanna við nýju Grímseyjarferjuna Sæfara.

Úboðið snýr að ýmsum frágangi á skipinu en því var reynslusiglt í síðustu viku og gekk vel. Það eru Skipasmíðastöð Njarðvíkur, Slippurinn á Akureyri, Stálsmiðjan og Vélsmiðja Orms og Víglundar sem fengu send útboðsgögnin en síðastnefnda skipasmíðastöðin hefur unnið að ferjunni í langan tíma.

Tilboð verða opnuð 4. janúar og á verkið að hefjast í síðasta lagi 15. janúar eftir því sem segir á vef samgönguráðuneytisins. Gera má ráð fyrir að Sæfari geti hafið siglingar á fyrsta ársfjórðungi næsta árs.

Ítrekaðar tafir hafa orðið á afhendingu skipsins og þá hefur kostnaður við uppbyggingu þess farið langt fram úr upphaflegum áætlunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×