Innlent

Umsátursástand vegna gruns um vopnaðan karlmann í Mosfellsdal

MYND/Róbert

Umsátursástand var við heimili í Mosfellsdal á níunda tímanum í morgun eftir deilur sambýlisfólks.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni flýði konan yfir til nágranna eftir heimilisófrið og voru sérsveitarmenn kallaðir á vettvang þar sem talið var að karlmaðurinn væri vopnaður. Alls tóku ellefu lögreglumenn þátt í aðgerðinni.

Eftir eins og hálfs tíma umsátur kom maðurinn út úr húsinu og var hann færður í fangageymslur. Hann verður yfirheyrður síðar í dag þegar víman er runninn af honum, en hann var undir áhrifum fíkniefna. Hann mun ekki hafa verið vopnaður þegar hann kom út og þá mun hann ekki hafa hleypt af neinu skoti inni í húsinu.

Sambýliskona mannsins var flutt með sjúkrabíl á slysadeild eftir viðskipti þeirra en hún mun ekki hafa verið alvarlega slösuð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×