United á toppinn eftir sigur á Liverpool Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 16. desember 2007 15:26 Carlos Tevez skoraði eina mark leiksins í dag. Nordic Photos / Getty Images Manchester United komst á topp ensku úrvalsdeildarinnar með 1-0 sigri á Liverpool á Anfield Road í dag. Sigurinn var ef til vill ekki sanngjarn af því leyti að Liverpool var meira með boltann og átti mun fleiri skot á markið. En það var Carlos Tevez sem skoraði eina mark leiksins og þökk sé því og sterkum varnarleik United hirtu gestirnir öll stigin. Rafael Benitez hélt sér við byrjunarliðið sem gjörsigraði Marseille í vikunni og hefður það sjálfsagt komið einhverjum á óvart. Alex Ferguson, stjóri Manchester United, skipti hins vegar nánast út öllu byrjunarliðinu frá leiknum við Roma í Meistaradeildinni enda var sá leikur þýðingalaus. Aðeins Wayne Rooney hélt sæti sínu í liðinu. Owen Hargreaves hafði einnig jafnað sig á meiðslum sínum og var við hlið Anderson á miðju United. Leikurinn fór heldur rólega af stað en spennan var þó óneitanlega mikil. George Gillett og Tom Hicks, eigendur Liverpool, voru á vellinum og hafði það ef til vill sín áhrif. Eftir um hálftímaleik komust heimamenn nálægt því að skora. Boltinn féll fyrir fætur Harry Kewell sem skaut að marki en Brasilíumaðurinn Anderson bjargaði á marklínu. Edwin van der Sar virtist ekki vera upp á sitt besta og var nærri því búinn að kosta liðið sitt mark eftir að hann rakst saman við samherja sína. Undir lok hálfleiksins hins vegar voru það gestirnir sem skoruðu fyrsta og eina mark leiksins. United fékk horn, Ryan Giggs gaf á Wayne Rooney sem skaut að marki. Carlos Tevez var einn á auðum sjó og stýrði boltanum í netið af stuttu færi. Það var án efa áfall fyrir Liverpool að fá markið á sig en liðið hafði engu að síður talsverða yfirburði í síðari hálfleik, án þess þó að skora jöfnunarmarkið. Leikmenn Liverpool pressuðu stíft á vörn United og varð það til þess að United fékk gott færi úr skyndisókn. Patrice Evra hirti boltann á eigin vallarhelmingi, gaf á Ronaldo sem lagði boltann fyrir Rooney sem var í kjörstöðu til að auka forskot United. Hann hitti hins vegar ekki markið. Það var engum blöðum um það að fletta að Liverpool var talsvert meira með boltann og stjórnaði leiknum, sérstaklega í síðari hálfleik. Það var hins vegar United sem skoraði eina mark leiksins og hirti þar með þau þrjú stig sem í boði voru. Mest lesið Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Þetta var bara út um allt“ Fótbolti Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans Fótbolti FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Fótbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Fleiri fréttir Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Sjá meira
Manchester United komst á topp ensku úrvalsdeildarinnar með 1-0 sigri á Liverpool á Anfield Road í dag. Sigurinn var ef til vill ekki sanngjarn af því leyti að Liverpool var meira með boltann og átti mun fleiri skot á markið. En það var Carlos Tevez sem skoraði eina mark leiksins og þökk sé því og sterkum varnarleik United hirtu gestirnir öll stigin. Rafael Benitez hélt sér við byrjunarliðið sem gjörsigraði Marseille í vikunni og hefður það sjálfsagt komið einhverjum á óvart. Alex Ferguson, stjóri Manchester United, skipti hins vegar nánast út öllu byrjunarliðinu frá leiknum við Roma í Meistaradeildinni enda var sá leikur þýðingalaus. Aðeins Wayne Rooney hélt sæti sínu í liðinu. Owen Hargreaves hafði einnig jafnað sig á meiðslum sínum og var við hlið Anderson á miðju United. Leikurinn fór heldur rólega af stað en spennan var þó óneitanlega mikil. George Gillett og Tom Hicks, eigendur Liverpool, voru á vellinum og hafði það ef til vill sín áhrif. Eftir um hálftímaleik komust heimamenn nálægt því að skora. Boltinn féll fyrir fætur Harry Kewell sem skaut að marki en Brasilíumaðurinn Anderson bjargaði á marklínu. Edwin van der Sar virtist ekki vera upp á sitt besta og var nærri því búinn að kosta liðið sitt mark eftir að hann rakst saman við samherja sína. Undir lok hálfleiksins hins vegar voru það gestirnir sem skoruðu fyrsta og eina mark leiksins. United fékk horn, Ryan Giggs gaf á Wayne Rooney sem skaut að marki. Carlos Tevez var einn á auðum sjó og stýrði boltanum í netið af stuttu færi. Það var án efa áfall fyrir Liverpool að fá markið á sig en liðið hafði engu að síður talsverða yfirburði í síðari hálfleik, án þess þó að skora jöfnunarmarkið. Leikmenn Liverpool pressuðu stíft á vörn United og varð það til þess að United fékk gott færi úr skyndisókn. Patrice Evra hirti boltann á eigin vallarhelmingi, gaf á Ronaldo sem lagði boltann fyrir Rooney sem var í kjörstöðu til að auka forskot United. Hann hitti hins vegar ekki markið. Það var engum blöðum um það að fletta að Liverpool var talsvert meira með boltann og stjórnaði leiknum, sérstaklega í síðari hálfleik. Það var hins vegar United sem skoraði eina mark leiksins og hirti þar með þau þrjú stig sem í boði voru.
Mest lesið Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Þetta var bara út um allt“ Fótbolti Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans Fótbolti FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Fótbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Fleiri fréttir Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Sjá meira