Innlent

Unglingaslagsmál í Grafarvogi í nótt

Lögreglumaður í Reykjavík var fluttur á slysadeild í gærkvöldi með minniháttar áverka eftir að hafa verið sleginn í andlitið.

Lögregla hafði verið kvödd að verslunarmiðstöðinni í Grafarvogi þar sem hópslagsmál höfðu brotist út milli tveggja unglingahópa á grunnskólaaldri úr Grafarvogi og Breiðholti.

Voru hóparnir að sögn lögreglu að gera upp eitthvert mál. Hátt í tuttugu lögreglumenn tóku þátt í aðgerðinni en talið er að milli 50 og 100 ungingar hafi tekið þátt í slagsmálunum og voru einhverjir þeirra vopnaðir bareflum. Fjórir voru handteknir fyrir að hlýða ekki fyrirmælum lögreglu og voru foreldrar látnir vita.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×