Barton tryggði Newcastle sigur Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 15. desember 2007 19:11 Obafemi Martins í baráttu við Aaron Hughes í dag. Nordic Photos / Getty Images Joey Barton tryggði Newcastle sigur á útivelli gegn Fulham í ensku úrvalsdeildinni í dag með marki úr vítaspyrnu í uppbótartíma. Leikurinn var annars fremur bragðdaufur, ólíkt hinum leikjum dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Fulham gerði þrjár breytingar á byrjunarliði sínu fyrir leikinn. Carlos Bocanegra, Hameur Bouazza og Clint Dempsey vour allir í byrjunarliðinu. Hjá Newcastle var Claudio Cacapa í byrjunarliðinu á kostnað Steven Taylor. Newcastle byrjaði betur í leiknum en Fulham beitti hættulegum skyndisóknum. Leikurinn var þó heldur tíðindalítill framan af og var staðan í hálfleik markalaus. Síðari hálfleikur var aðeins líflegri en án þess þó að verulega hættuleg marktækifæri litu dagsins ljós. Mark Viduka var reyndar afar nálægt því að stýra boltanum í netið aðeins nokkrum sekúndum eftir að hann kom inn á sem varamaður en allt kom fyrir ekki. Það var ekki fyrr en í blálokin að vítaspyrna var dæmd á Elliot Omozusi fyrir að brjóta á Alan Smith. Sem fyrr segir skoraði Joey Barton örugglega úr vítinu og tryggði Newcastle dýrmætan sigur. Newcastle er í tíunda sæti deildarinnar með 25 stig en Fulham í því átjánda með þrettán stig. Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Fleiri fréttir Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Sjá meira
Joey Barton tryggði Newcastle sigur á útivelli gegn Fulham í ensku úrvalsdeildinni í dag með marki úr vítaspyrnu í uppbótartíma. Leikurinn var annars fremur bragðdaufur, ólíkt hinum leikjum dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Fulham gerði þrjár breytingar á byrjunarliði sínu fyrir leikinn. Carlos Bocanegra, Hameur Bouazza og Clint Dempsey vour allir í byrjunarliðinu. Hjá Newcastle var Claudio Cacapa í byrjunarliðinu á kostnað Steven Taylor. Newcastle byrjaði betur í leiknum en Fulham beitti hættulegum skyndisóknum. Leikurinn var þó heldur tíðindalítill framan af og var staðan í hálfleik markalaus. Síðari hálfleikur var aðeins líflegri en án þess þó að verulega hættuleg marktækifæri litu dagsins ljós. Mark Viduka var reyndar afar nálægt því að stýra boltanum í netið aðeins nokkrum sekúndum eftir að hann kom inn á sem varamaður en allt kom fyrir ekki. Það var ekki fyrr en í blálokin að vítaspyrna var dæmd á Elliot Omozusi fyrir að brjóta á Alan Smith. Sem fyrr segir skoraði Joey Barton örugglega úr vítinu og tryggði Newcastle dýrmætan sigur. Newcastle er í tíunda sæti deildarinnar með 25 stig en Fulham í því átjánda með þrettán stig.
Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Fleiri fréttir Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Sjá meira