Enski boltinn

Jóhannes Karl fékk rautt

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Jóhannes Karl í leik með Burnley.
Jóhannes Karl í leik með Burnley. Nordic Photos / Getty Images

Jóhannes Karl Guðjónsson kom inn á sem varamaður í leik Burnley og Preston North End í ensku B-deildinni í dag og fékk að líta rauða spjaldið.

Staðan í leiknum var 2-1 fyrir Preston þegar Jóhannes Karl kom inn á en þá voru 56 mínútur liðnar af leiknum.

Chris McCann jafnaði svo metin fyrir Burnley á 62. mínútu en fékk svo að líta rauða spjaldið aðeins tveimur mínútum síðar.

Simon Whaley skoraði svo sigurmark Preston í leiknum á 82. mínútu og Jóhannes Karl fékk svo einnig að líta rauða spjaldið á 90. mínútu leiksins.

Kyle Lafferty skoraði fyrsta mark Burnley og Chris Sedgwick og Neil Mellor fyrstu tvö mörk Preston.

Í umfjöllun um leikinn á heimasíðu Burnley er sagt að þeir ellefu þúsund áhorfendur Burnley sem voru á leiknum hafi ekki haft hugmynd um af hverju dómari leiksins rak Jóhannes Karl af velli.

Burnley er í níunda sæti deildarinnar en Preston í því 21. WBA er á toppi deildarinnar með 41 stig og Watford í öðru sæti með 40 stig.

Úrslit annarra leikja í dag:

WBA - Charlton 4-2

Blackpool - Stoke 2-3

Bristol City - Cardiff 1-0

Coventry - Southampton 1-1

Hull - Leicester 2-0

Ipswich - Scunthorpe 3-2

Crystal Palace - Sheffield Wednesday 2-1

QPR - Wolves 0-0

Sheffield United - Barnsley 1-0

Watford - Plymouth

Leikur Colchester og Norwich hóft klukkan 17.20. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×