Innlent

Stóriðjan fékk kartöflu í skóinn

Jólasveinarnir voru með skilti þar sem þeir létu skoðanir sínar í ljós.
Jólasveinarnir voru með skilti þar sem þeir létu skoðanir sínar í ljós.

Nokkrir jólasveinar á vegum Saving Iceland samtakanna ráfuðu inn að Hellisheiðarvrikjun við Hengil í dag. Þar létu þeir í ljós mótstöðu sína við uppgang stóriðju og aðra þá iðju sem rústar náttúru Íslands.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá samtökunum.

"Við bræðurnir ákváðum að koma þarna við áður en við héldum til byggða. Við vildum gefa stóriðjunni kartöflu í skóinn og héldum að við myndum kannski finna vinnumenn sem vinna hægt og illa og eiga skilið gjafir" sagði Pottaskefill fyrir hönd hópsins í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×