Innlent

Blóði drifin slóð í miðbænum

Breki Logason skrifar
Slökkviliðið er að þrífa upp blóðið á Vitastíg og að 11-11 við Skúlagötu.
Slökkviliðið er að þrífa upp blóðið á Vitastíg og að 11-11 við Skúlagötu.

„Lögreglan kom akkurat hingað til þess að fá sér að borða og ég spurði hvað var í gangi, hún sagði að mér kæmi það ekki við," segir starfsstúlka Aktu Taktu við Skúlagötu í Reykjavík.

Lögregla lokaði Vitastíg um þrjú leytið í dag þar sem verið var að þrífa upp blóðslóð sem lá frá götunni að verslun 11-11 við Skúlagötu. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var tilkynnt um blóðugan mann í miðbænum sem síðan finnst við verslunina. Mikið blæddi úr fæti mannsins og var hann því rakleiðis sendur á slysadeild.

Slökkviliðið er nú á staðnum að þrífa upp blóðið sem var töluvert að sögn lögreglu. „Það liggur nú ekki ljóst fyrir hvað blóðslóðin náði langt en hún náði allavega niður á Vitastíg. Málið er í rannsókn," sagði varðstjóri í samtali við Vísi nú rétt í þessu.

Ekki er vitað hvernig maðurinn hlaut áverkana en Vísir mun flytja frekari fréttir af málinu þegar af því fréttist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×