Enski boltinn

Skoska knattspyrnusambandið vill skaðabætur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ráðning Alex McLeish til Birmingham gæti dregið dilk á eftir sér.
Ráðning Alex McLeish til Birmingham gæti dregið dilk á eftir sér. Nordic Photos / Getty Images

Skoska knattspyrnusambandið er nú að skoða þann möguleika að lögsækja Birmingham um skaðabætur fyrir Alex McLeish knattspyrnustjóra liðsins.

Upphaflega var Birmingham neitað leyfi til viðræðna við McLeish en skömmu síðar hætti hann störfum hjá sambandinu og tók við Birmingham nokkrum dögum síðar.

Skoska knattspyrnusambandið vill fá eina milljón punda í skaðabætur en Birmingham er aðeins reiðubúið að borga 600 þúsund pund.

McLeish var samningsbundinn sambandinu til ársins 2010 þegar hann sagði starfi sínu lausu.

„Við eigum nú í viðræðum við Birmingham,“ sagði Gordon Smith, framkvæmdarstjóri sambandsins. „Við viljum ekki að málið fari úr böndunum en staðreyndin er sú að við myndum frekar enn vera með stjórann okkar.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×