Enski boltinn

Ferguson sýnir Benitez stuðning

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Alex Ferguson, stjóri Manchester United.
Alex Ferguson, stjóri Manchester United. Nordic Photos / Getty Images

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, skilur ekki af hverju efasemdir eru um framtíð Rafael Benitez hjá Liverpool.

„Ég skil aldrei hvaðan gagnrýnin kemur," sagði Ferguson í samtali við enska fjölmiðla. „Rafa hefur náð frábærum árangri á ferlinum og nú, allt í einu, les maður um meintan ágreining hans og yfirmanna hans."

„Sumir sýna Liverpool meiri áhuga en ég en það er greinilega undirliggjandi ágreiningur einhvers staðar í þessu máli. Það er furðulegt miðað við þann árangur sem hann hefur náð."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×