Móðgun við enska þjálfara 14. desember 2007 20:26 Raymond Domenech AFP Franski landsliðsþjálfarinn Raymond Domenech segir að enskir þjálfar eigi að líta á það sem móðgun að knattspyrnusambandið þar í landi hafi enn og aftur leitað út fyrir landsteinana til að ná í landsliðsjálfara. Flestir sem viðruðu skoðanir sínar á ráðningu Capello voru jákvæðir og töldu Capello einn hæfasta manninn sem völ væri á. Domenech setur ekkert út á Capello sem þjálfara, en segir þessa þróun vera áhyggjuefni fyrir enska þjálfara. "Ákvöðun sambandsins að ráða útlending aftur er ekki jákvæð. Enska liðið þarf þjálfara sem er með sama hugarfar og þjálfarinn. Ég ber virðingu fyrir Capello og þetta snýst ekki um það að hann sé Ítali - heldur snýst þetta um það að enskir þjálfarar hafa fullan rétt á því að vera móðgaðir í kjölfar þessarar ráðningar," sagði landsliðsþjálfari Frakka. Nokkrir aðrir þjálfarar hafa tekið í sama streng og hafa áhyggjur af framtíðinni. Þar af eru þrír stjórar í ensku úrvalsdeildinni, þeir Mark Hughes frá Blackburn, Steve Coppell hjá Reading og Gareth Southgate hjá Middlesbrough. Aðeins heimamann, takk "Þegar ég spilaði fyrir England undir stjórn Sven-Göran, fannst mér fyrst að það væri allt í lagi að ráða útlending, en núna hef ég skipt um skoðun. Mér finnst að aðeins ætti að koma til greina Englendingur í starfið," sagði Gareth Southgate og Steve Coppell hjá Reading er sammála. Vildi að Capello væri enskur "Mér finnst þetta dapurlegt. Ég er stotur enskur þjálfari og ég vil heimamann í starfið," sagði Coppell. "Capello hefur sannarlega frábæra ferilskrá og ég vildi óska að hann væri Englendingur. Við erum nú búin að koma okkur í þá stöðu að það verður mjög erfitt fyrir Englending að fá þetta starf í framtíðinni." Vonsvikinn fyrir hönd enskra þjálfara Mark Hughes, sem er fæddur í Wales og stýrði landsliði sínu áður en hann tók við hjá Blackburn árið 2004, segir útlitið dökkt fyrir enska þjálfara. "Því lengur sem útlendingar stýra enska landsliðinu - því erfiðara verður fyrir Englendinga eða Breta að landa því í framtíðinni. Ég er vonsvikinn fyrir hönd enskra þjálfara og nú er annar erlendur þjálfari búinn að fá þetta risatækifæri," sagði Hughes. Enski boltinn Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Everton - Arsenal | Skytturnar vilja skjóta sér aftur upp á topp Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Fleiri fréttir Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Everton - Arsenal | Skytturnar vilja skjóta sér aftur upp á topp Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjá meira
Franski landsliðsþjálfarinn Raymond Domenech segir að enskir þjálfar eigi að líta á það sem móðgun að knattspyrnusambandið þar í landi hafi enn og aftur leitað út fyrir landsteinana til að ná í landsliðsjálfara. Flestir sem viðruðu skoðanir sínar á ráðningu Capello voru jákvæðir og töldu Capello einn hæfasta manninn sem völ væri á. Domenech setur ekkert út á Capello sem þjálfara, en segir þessa þróun vera áhyggjuefni fyrir enska þjálfara. "Ákvöðun sambandsins að ráða útlending aftur er ekki jákvæð. Enska liðið þarf þjálfara sem er með sama hugarfar og þjálfarinn. Ég ber virðingu fyrir Capello og þetta snýst ekki um það að hann sé Ítali - heldur snýst þetta um það að enskir þjálfarar hafa fullan rétt á því að vera móðgaðir í kjölfar þessarar ráðningar," sagði landsliðsþjálfari Frakka. Nokkrir aðrir þjálfarar hafa tekið í sama streng og hafa áhyggjur af framtíðinni. Þar af eru þrír stjórar í ensku úrvalsdeildinni, þeir Mark Hughes frá Blackburn, Steve Coppell hjá Reading og Gareth Southgate hjá Middlesbrough. Aðeins heimamann, takk "Þegar ég spilaði fyrir England undir stjórn Sven-Göran, fannst mér fyrst að það væri allt í lagi að ráða útlending, en núna hef ég skipt um skoðun. Mér finnst að aðeins ætti að koma til greina Englendingur í starfið," sagði Gareth Southgate og Steve Coppell hjá Reading er sammála. Vildi að Capello væri enskur "Mér finnst þetta dapurlegt. Ég er stotur enskur þjálfari og ég vil heimamann í starfið," sagði Coppell. "Capello hefur sannarlega frábæra ferilskrá og ég vildi óska að hann væri Englendingur. Við erum nú búin að koma okkur í þá stöðu að það verður mjög erfitt fyrir Englending að fá þetta starf í framtíðinni." Vonsvikinn fyrir hönd enskra þjálfara Mark Hughes, sem er fæddur í Wales og stýrði landsliði sínu áður en hann tók við hjá Blackburn árið 2004, segir útlitið dökkt fyrir enska þjálfara. "Því lengur sem útlendingar stýra enska landsliðinu - því erfiðara verður fyrir Englendinga eða Breta að landa því í framtíðinni. Ég er vonsvikinn fyrir hönd enskra þjálfara og nú er annar erlendur þjálfari búinn að fá þetta risatækifæri," sagði Hughes.
Enski boltinn Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Everton - Arsenal | Skytturnar vilja skjóta sér aftur upp á topp Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Fleiri fréttir Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Everton - Arsenal | Skytturnar vilja skjóta sér aftur upp á topp Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjá meira