Enski boltinn

Móðir Capello óttast um son sinn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Fabio Capello.
Fabio Capello. Nordic Photos / Getty Images

Evelina Tortul, móðir Fabio Capello, óttast að enska pressan muni gera syni sínum og fjölskyldu hans lífið leitt eftir að hann tekur að sér starf landsliðsþjálfara í Englandi.

Capello er margreyndur enda lengi starfað sem knattspyrnustjóri á Ítalíu og Spáni en engu að síður óttast Tortul um framtíð sonar síns.

„Ég er ekkert allt of ánægð með þetta," er haft eftir henni í Daily Telegraph. „Dagblöðin og sjónvarpsstöðvarnar munu nú hundelta hann dag og nótt og tala illa um allt sem hann gerir - hvort sem það er af hinu góða eða slæma. Mínir friðsælu dagar eru á enda komnir."

„Vandamálið með fjölmiðla er að þegar liðinu gengur vel er allt í himnalagi. En þegar það tapar skera fjölmiðlar þjálfarann á háls. Ég er móðir hans og því mun ég ekki verða ánægð með það."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×