Enski boltinn

Starfsferilsskrá Fabio Capello

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Fabio Capello fagnar meistaratitlinum sem Juventus vann vorið 2005.
Fabio Capello fagnar meistaratitlinum sem Juventus vann vorið 2005. Nordic Photos / AFP

Enska knattspyrnusambandið birtir í dag starfsferilsskrá Fabio Capello sem verður kynntur sem nýr landsliðsþjálfari Englands væntanlega á mánudaginn.

Sitt sýnist hverjum um ráðningu hans þar sem hann er ekki Englendingur en staðreyndirnar tala sínu máli.

Nafn: Fabio Capello

Fæddur: 18. júní 1946 í San Canzian d'Isonzo, Gorizia, Ítalíu.

Ferill sem leikmaður:

1964-1967 SPAL

1967-1969 AS Roma

1969-1976 Juventus

1976-1979 AC Milan

Leikir með ítalska landsliðinu: 32 (8 mörk)

Ítalíumeistari: 4 sinnum

1971-72 með Juventus

1972-73 með Juventus

1974-75 með Juventus

1978-89 með AC Milan

Bikarmeistari: 2 sinnum

1968-69 með AS Roma

1976-77 með AC Milan

Ferill sem þjálfari:

1991-1996 AC Milan

1996-1997 Real Madrid

1997-1998 AC Milan

1999-2004 AS Roma

2004-2006 Juventus

2006-2007 Real Madrid

Ítalíumeistari: 7 sinnum

1991-92 með AC Milan

1992-93 með AC Milan

1993-94 með AC Milan

1995-96 með AC Milan

2000-01 með AS Roma

2004-05 með Juventus

2005-06 með Juventus

Spánarmeistari: 2 sinnum

1996-97 með Real Madrid

2006-07 með Real Madrid

Evrópumeistari (Meistaradeild Evrópu): 1 sinni

1994 með AC Milan

UEFA Super Cup: 1 sinni

1994 með AC Milan

Stiklað á stóru:

1964: Leikur sinn fyrsta leik sem atvinnumaður með SPAL. Hann lék einnig með Roma, Juventus og AC Milan á ferlinum sem og 32 leiki með ítalska landsliðinu.

14. nóvember 1973: Skorar eina mark landsleiks Ítalíu og Englands á Wembley, þremur mínútum fyrir leikslok. Þetta var í fyrsta skiptið sem Ítalía vann England á Wembley.

1991: Ráðinn knattspyrnustjóri AC Milan.

1992: Verður Ítalíumeistari í fyrsta skiptið af þremur í röð með AC Milan.

1993: Kemur Milan í úrslit Meistaradeildar Evrópu þar sem liðið tapar 1-0 fyrir Marseille í úrslitaleiknum.

1994: Milan kemst aftur í úrslit Meistaradeildarinnar, í þetta sinn vinnur liðið Barcelona, 4-0. Síðar bætir liðið UEFA Super Cup-bikarnum í safnið.

1995: Milan kemst þriðja árið í röð í úrslit Meistaradeildarinnar en tapa nú fyrir Ajax, 1-0.

1996: Hættir hjá AC Milan eftir fjórða Ítalíumeistaratitill sinn með félaginu og er ráðinn til Real Madrid.

1997: Vinnur spænsku deildina með Real Madrid en snýr aftur til Milan að tímabilinu loknu.

1999: Tekur við knattspyrnustjórn hjá Roma.

2001: Stýrir Rómverjum til sigurs í ítölsku deildinni í fyrsta sinn í átján ár en þetta var þriðji titill Roma í sögu félagsins.

2004: Hættir hjá Roma og tekur við Juventus sem verður meistari fyrsta tímabilið undir stjórn Capello.

2006: Juventus verður Ítalíumeistari aftur en titillinn er svo dæmdur af félaginu vegna ásakana um að úrslitum leikja liðsins hafi verið hagrætt.

2006: Ráðinn knattspyrnustjóri Real Madrid.

2007: Real Madrid verður Spánarmeistari í fyrsta sinn í fjögur ár undir stjórn Capello.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×