Enski boltinn

Skotheld ráðning

NordicPhotos/GettyImages

Sven-Göran Eriksson, fyrrum landsliðsþjálfari Englendinga, segir enska knattspyrnusambandið vera að taka skothelda ákvörðun ef það klári að ganga frá ráðningu Fabio Capello í dag eins og reiknað er með.

"Það liggur í augum uppi að Capello er frábær kostur. Ég hef þekkt hann lengi og við vorum andstæðingar á Ítalíu í 10 ár. Hann er búinn að vinna marga titla á Ítalíu og í tvígang á Spáni, svo hann er augljóslega hæfur þjálfari. Ráðning hans yrði að mínu mati skotheld ef menn ætla að ná árangri - hann er einn af þeim bestu fáanlegu," sagði Eriksson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×