Innlent

Enn í öndunarvél

Karlmennirnir sem lentu í harkalegum árekstri á Reykjanesbraut við Straumsvík í gær eru enn í öndunarvél, eftir því sem fram kom í kvöldfréttum Stöðvar 2. Báðir gengust þeir undir aðgerð í gær og fer annar þeirra aftur í aðgerð í kvöld. Kona á fertugsaldri, sem var farþegi í öðrum bílnum, var útskrifuð af Landspítalanum í morgun. Reykjanesbrautin var lokuð í tvo og hálfan tíma eftir slysið. Mikil hálka var á veginum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×