Fótbolti

Fyrirliði Sádí-Arabíu valinn knattspynumaður ársins í Asíu

Al Qahtani með verðlaunin sín í gær.
Al Qahtani með verðlaunin sín í gær. Nordic Photos / AFP

Yasser Al Qahtani, landsliðsfyrirliði Sádí-Arabíu, var í gær valinn knattspyrnumaður ársins í Asíu.

Hann leiddi lið sitt til úrslita í Asíumótinu fyrr á árinu þar sem lið hans tapaði óvænt fyrir Írak.

Al Qahtani skaut hins vegar Írökunum Younis Mahmoud og Nashat Akram ref fyrir rass en þeir voru einnig tilnefndir til verðlaunanna.

Hann hefur að undanförnu verið orðaður við Middlesbrough og segir að það sé draumur sinn að fá tækifæri til að komast í atvinnumennskuna í Evrópu. Hann myndi helst vilja komast að á Spáni eða á Englandi. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×