Fótbolti

Beckham óttaðist slæm ökklameiðsli

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
David Beckham eftir tæklingu Brendon Santalab.
David Beckham eftir tæklingu Brendon Santalab. Nordic Photos / AFP

David Beckham óttaðist að hann hefði meiðst illa á ökkla í sýningarleik með LA Galaxy í Ástralíu.

Hann lenti illa eftir slæma tæklingu leikmanns Sydney FC, Brenton Santalab. Hann stóð þó aftur á lappir skömmu síðar og kláraði leikinn.

„Ég hafði fyrst áhyggjur af því að ég fengið sömu ökklameiðsli og á síðasta tímabili mínu með Real Madrid. En þetta reyndist ekki eins slæmt. Svona lagað gerist, þetta er hluti af knattspyrnunni."

Þetta var fyrsti leikur LA Galaxy undir stjórn Ruud Gullit og sagði hann eftir leik að hann hefði freistast til að taka Beckham út af eftir tæklinguna. En Beckham vildi sjálfur klára leikinn og var Gullit ánægður með frammistöðu hans.

Beckham skoraði eitt mark, beint úr aukaspyrnu, í 5-3 sigri Sydney.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×