Fótbolti

Ó nei - ekki England aftur

Bilic hefur unnið sigur í báðum leikjum sínum við enska - en vildi helst forðast þá í undankeppni HM
Bilic hefur unnið sigur í báðum leikjum sínum við enska - en vildi helst forðast þá í undankeppni HM NordicPhotos/GettyImages

Slaven Bilic, landsliðsþjálfari Króata í knattspyrnu, viðurkennir að England hafi líklega verið síðasta liðið sem hann lagaði að lenda með í riðli í undankeppni HM 2010. Sú varð engu að síður raunin í dag.

"Þegar ég sá dráttinn hugsaði ég með mér ´Ó nei, ekki Englendingar aftur´" sagði Bilic í samtali við Sky sjónvarpsstöðina í dag. "Allir í Króatíu kölluðu á að fá enska liðið aftur en ég vildi helst sleppa við það. Þetta er gríðarlega erfiður riðill því enska liðið er að mínu mati besta liðið í 2. styrkleikaflokki . Við erum ekki hræddir við þá, en þeir eru með frábæra leikmenn og gott lið. Þeir ættu að fara að smella saman og ég er viss um að þeir munu gera það," sagði Bilic.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×