Fótbolti

Ísland í riðli með Hollandi, Skotlandi, Noregi og Makedóníu

Í dag var dregið í riðla fyrir undankeppni HM í knattspyrnu sem fram fer í Suður-Afríku árið 2010. Íslenska liðið hafnaði í fimm liða riðli með Hollendingum, Skotum, Norðmönnum og Makedóníumönnum..

Þá er drættinum í riðlakeppni EM afstaðinn og ljóst að íslenska liðið hefur verið nokkuð heppið með mótherja. Reyndar leikur liðið í fimm liða riðli sem var ekki heppilegasti möguleikinn, en á móti kemur að mótherjarnir eru ágætir.

Íslenska liðið mætir Hollendingum, Skotum, Norðmönnum og Makedónum, sem allt eru sterkar og spennandi þjóðir til að mæta í undankeppninni. Margir höfðu svitnað yfir því að íslenska liðið þyrfti hugsanlega að ferðast langt á erfiða og óspennandi útivelli, en það slapp að mestu að þessu sinni.

Pétur Pétursson aðstoðarlandsliðsþjálfari var viðstaddur dráttinn í beinni útsendingu á Rúv og sagðist hann nokkuð ánægður með niðurstöðuna.

Hér fyrir neðan er yfirlit yfir riðlakeppnina í undankeppni HM sem hefst næsta haust.

Riðill 1: Portúgal, Svíþjóð, Danmörk, Ungverjaland, Albanía, Malta

Riðill 2: Grikkland, Ísrael, Sviss, Moldovía, Lettland, Lúxemburg

Riðill 3: Tékkland, Pólland, Norður-Írland, Slóvakía, Slóvenía, San Marínó

Riðill 4: Þýskaland, Rússland, Finnland, Wales, Azerbadjan, Liechtenstein

Riðill 5: Spánn, Tyrkland, Belgía, Bosnía, Armenía, Eistland

Riðill 6: Króatía, England, Úkraína, Hvítarússland, Kasakstan, Andorra

Riðill 7: Frakkland, Rúmenía, Serbía, Litháen, Austurríki, Færeyjar

Riðill 8: Ítalía, Búlgaría, Írland, Kýpur, Georgía, Svartfjallaland

Riðill 9: Holland, Skotland, Noregur, Makedónía, Ísland

Nú er ljóst að íslenska landsliðið verður í níunda riðli sem er aðeins fimm liða riðill. Það er ekki sérstaklega góður dráttur fyrir íslenska liðið og undir það tekur Pétur Pétursson aðstoðarlandsliðsþjálfari í beinni útsendingu Rúv frá drættinum

Þegar er komið í ljós hvaða lið leika saman í riðlum í Asíuriðlunum og Mið- og Norður-Ameríku.

Asíuriðiarnir eru áhugaverðir þar sem erkifjendurnir Norður- og Suður-Kórea drógust saman í riðil.

Asíuriðlarnir:

Riðill 1: Ástralía, Katar, Kína og Írak

Riðill 2: Óman, Tæland, Bahrain, Japan

Riðill 3: Norður-Kórea, Jórdanía, Túrkmenistan, Suður-Kórea

Riðill 4: Líbanon, Singapúr, Uzbekistan, Saudi-Arabía

Riðill 5: Sýrland, Sameinuðu Arabísku Furstadæmin, Kuwait, Íran

Mið- og Norður-Ameríkuliðin:

Bandaríkin - Dóminíska Lýðveldið eða Barbados.

Guatemala - Caicos Eyjar eða St Lucia.

Trínidad og Tobago - Bermuda eða Kaymen Eyjar.

Kúba - Aruba eða Antigua og Barbuda.

Mexíkó - Belize eða St Kitts og St Nevis.

Jamaíka - Bahamas eða bresku Jómfrúareyjar.

Hondúras - Dominíska Lýðveldið eða Puerto Ríkó

Kosta Ríka - Bandarísku Jómfrúareyjar eða Grenada

Guyana - Súrínam or Montserrat.

Panama - El Salvador eða Anguilla

Sigurvegarinn úr leik Nikaragva - Antilles fer áfram í næstu umferð.

Sigurvegarinn úr leik Kanada og St Vincent - Grenadines fer áfram í næstu umferð.

Afríkuriðlarnir:



1: Kamerún, Grænhöfðaeyjar, Tansanía, Mauritius.

2: Guinea, Zimbabwe, Namibía, Kenía.

3: Angóla, Benin, Úganda, Niger.

4: Nigeria, Suður-Afríka, Gínea, Sierra Leone.

5: Gana, Líbía, Gabon, Lesotho.

6: Líbería, Alsír, Senegal, Gambía.

7: Fílabeinsströndin, Mosambík, Botswana, Madagaskar.

8: Marokkó, Rúanda, Eþíópía, Mauritania.

9: Búrkina Faso, Túnis, Seychelles.

10: Malí, Kongó, Súdan, Chad.

11: Tógó, Erítrea, Zambia, Swaziland.

12: Epyptand, Kongó, Malawi, Djibouti.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×