Fótbolti

Mourinho og O´Neill líklegastir

NordicPhotos/GettyImages

Veðbankar á Englandi telja líklegast að það verði annað hvort Jose Mourinho eða Martin O´Neill sem taki við þjálfun enska landsliðsins af Steve McClaren sem rekinn var í morgun.

Jose Mourinho hefur áður gefið það út að hann hafi eingöngu áhuga á að þjálfa landa sína í Portúgal. O´Neill, sem er stjóri Aston Villa, segir hinsvegar sögur af því að enska knattspyrnusambandið hafi talað við hann vera bull.

Nokkur önnur nöfn eru líka inni í myndinni eins og Luiz Felipe Scolari, þjálfari Portúgala, en hann átti í viðræðum við enska knattspyrnusambandið áður en McClaren var ráðinn á sínum tíma. Þá hefur nafn Alan Shearer líka dúkkað upp í umræðunni, en það verður reyndar að teljast afar ólíkleg ráðning.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×