Fótbolti

Capello hefur áhuga á enska landsliðinu

NordicPhotos/GettyImages

Ítalski þjálfarinn Fabio Capello viðurkennir í samtali við fjölmiðla í heimalandi sínu að hann hafi mikinn áhuga á að taka við enska landsliðinu af Steve McClaren sem rekinn var í morgun.

"Það yrði yndisleg áskorun fyrir mig. Ég er á réttum aldri til þess og það yrði mjög verðugt verkefni," sagði Capello í samtali við Gazzetta dello Sport. Hann segist sjá fyrir sér vandræðin á Englandi.

"Það er allt of mikið af útlendingum í enska boltanum og leikmenn landsliðsins eru ekki vanir að spila eins og þeir hafa verið að gera," sagði Capello sem á sínum tíma gerði AC Milan að stórveldi og hefur unnið titla nánast hvar sem hann hefur komið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×