Fótbolti

Beckham: Ég er ekki hættur

NordicPhotos/GettyImages

David Beckham ætlar ekki að leggja landsliðsskóna á hilluna þrátt fyrir skellinn sem Englendingar fengu á Wembley í gær. Hann spilaði sinn 99. leik þegar hann kom inn sem varamaður í gær og átti ágæta innkomu.

"Ég er ekki hættur - á því leikur enginn vafi. Ég sagðist ekki vera hættur þegar ég var tekinn út úr liðinu á sínum tíma og ég segi það enn í dag," sagði Beckham.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×