Fótbolti

McClaren rekinn

McClaren var ekki lengi í þjálfarastólnum
McClaren var ekki lengi í þjálfarastólnum NordicPhotos/GettyImages

Enska knattspyrnusambandið rak í morgun landsliðsþjálfarann Steve McClaren. Þetta var tilkynnt eftir krísufund hjá sambandinu í kjölfar þess að Englendingar töpuðu heima fyrir Króötum í undankeppni EM og komust ekki á Evrópumótið næsta sumar.

McClaren var með samning til ársins 2010 en mun ekki klára samning sinn eftir að enska liðið komst ekki á stórmót í fyrsta skipti síðan árið 1994 þegar liðið komst ekki á HM. Enginn þjálfari enska landsliðsins hefur setið jafn stutt í þjálfarastólnum og McClaren.

Breskir veðbankar voru strax í gærkvöld farnir að taka við veðmálum um hver yrði næsti landsliðsþjálfari og þar þykja þeir Martin O´Neill hjá Aston Villa og Jose Mourinho líklegustu kandídatarnir í starfið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×