Fótbolti

McClaren: Segi ekki af mér

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Steve McClaren landsliðsþjálfari Englands ætlar ekki að segja af sér.
Steve McClaren landsliðsþjálfari Englands ætlar ekki að segja af sér. Nordic Photos / Getty Images

Steve McClaren sagði eftir leik Englands og Króatíu að hann ætlar ekki að segja starfi sínu lausu þótt honum hafi mistekist að koma Englandi á EM.

„Ég tek ábyrgð á þessu en ég ætla ekki að segja af mér. Það var mitt verkefni að koma Englandi á EM og mistókst mér það. Ég vil ekki ræða framtíð mína frekar í kvöld," sagði McClaren.

„Þeir sem verða fyrir mestu vonbrigðunum eru aðdáendurnir og þjóðin öll. Okkur fannst sem við værum tilbúnir í verkefnið en okkur mistókst að klára það. Þetta eru líka mikil vonbrigði fyrir alla í búningsklefanum og ekki síst mig sjálfan."

David Beckham tók í svipaðan streng. „Við erum vonsviknir og þjóðin öll líka. Það er ekki mikið meira hægt að segja um þetta. Ef við vinnum ekki okkar leiki þá komumst við ekki áfram. Við kláruðum ekki okkar verkefni í kvöld og þar með er það búið."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×