Fótbolti

Leik Serbíu og Kasakstan frestað

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Það snjóaði mikið í Serbíu í kvöld.
Það snjóaði mikið í Serbíu í kvöld. Nordic Photos / AFP

Fresta varð leik Serbíu og Kasakstan í A-riðli vegna mikillar snjókomu í Belgrad, höfuðborg Serbíu, í kvöld.

Fyrst frestuðu dómararnir leiknum um 45 mínútur en þar sem ástandið skánaði ekkert varð að fresta honum til morgundagsins.

Nú er áætlað að leikurinn fari fram á morgun, sunnudag, klukkan 14.00. Ef ekki verður hægt að spila þá verður leiknum frestað til næsta laugardags.

Það mun þó væntanlega valda einhverjum vandræðum fyrir þá leikmenn liðanna sem eiga að spila með sínum félagsliðum um næstu helgi.

Serbar eiga enn möguleika á að komast áfram í úrslitakeppni EM en verða þó að vinna báða leiki sína sem eftir eru og treysta á hagstæð úrslit í öðrum leikjum. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×