Fótbolti

Norður-Írar unnu Dani

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
David Healy fagnar sigurmarki sínu í kvöld.
David Healy fagnar sigurmarki sínu í kvöld. Nordic Photos / Getty Images

Norður-Írland gerði sér lítið fyrir og vann Danmörku á Windsor Park í kvöld, 2-1. David Healy skoraði sigurmark leiksins, nema hvað.

Þar með er ljóst að Norður-Írland vann alla andstæðinga sína á heimavelli, nema Íslendinga sem unnu 3-0 í Belfast. Ísland vann reyndar einnig á heimavelli, 2-1.

En Norður-Írar gráta sjálfsagt töpuðu stigin gegn Íslandi mikið því þetta á varla eftir að duga til að komast áfram í úrslitakeppni EM á næsta ári. Til þess þurfa Norður-Írar að vinna Spánverja og treysta á að Svíar tapi fyrir Lettum á heimavelli á miðvikudaginn kemur.

Spánverjar eru þó á góðri leið með að tryggja sér sæti með sigri á Svíum í kvöld, en staðan í þeim leik er 2-0 í hálfleik þegar þetta er ritað. Það gæti gagnast Norður-Írum ef Spánverjar hafa að engu að keppa á miðvikudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×