Fótbolti

Pólland, Króatía og Holland á EM

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Niko Kovac og Eduardo da Silva reyna að halda aftur af Makedónanum Ilco Naumoski.
Niko Kovac og Eduardo da Silva reyna að halda aftur af Makedónanum Ilco Naumoski. Nordic Photos / AFP

Þrjú lið hafa bæst í þann hóp liða sem hafa tryggt sér sæti á EM í Austurríki og Sviss á næsta ári. Aðeins eru fjögur sæti nú laus.

Króatía tryggði sig áfram í dag þrátt fyrir 2-0 tap fyrir Makedóníu á útivelli. Um miðjan leik var ljóst að Ísraelar hefðu unnið Rússa sem þýddi að Króatía var komið áfram, sama hver úrslit leiksins yrðu.

Króatar slökuðu þá vel á og Makedónar skoruðu tvö mörk undir lok leiksins.

Hollendingar unnu nauman sigur á grönnum sínum í Lúxemborg, 1-0, en það dugði til að tryggja liðinu sæti á EM. Búlgaría var einnig í séns í dag en 1-0 sigur liðsins á Rúmeníu í dag dugði ekki til.

Þá sýndu Pólverjar að þeir eru með eitt besta landslið Evrópu með 2-0 sigri á Belgum á heimavelli. Liðið er öruggt áfram og verður fagnað sjálfsagt vel fram á nótt í Póllandi sem og í öðrum löndum víða um Evrópu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×