Fótbolti

Ísland lendir ekki í neðsta sæti F-riðils

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mario Frick skorar gegn íslenska landsliðinu í Liechtenstein í síðasta mánuði.
Mario Frick skorar gegn íslenska landsliðinu í Liechtenstein í síðasta mánuði. Mynd/Peter Klaunzer

Lettland vann í dag 4-1 sigur á Liechtenstein í F-riðli undankeppni EM 2008. Það þýðir að Ísland mun lenda í sjötta og næstneðsta sæti riðilsins.

Liechtenstein er búið að leika alla sína tólf leiki í keppninni og fékk samtals sjö stig. Ísland er með átta stig og er fjórum stigum á eftir Lettlandi þegar bæði lið eiga einn leik eftir.

Hefði Liechtenstein náð jafntefli í dag hefði Ísland þurft að verma botnsætið, að minnsta kosti fram á miðvikudag. Liechtenstein hafði betur í innbyrðis viðureignunum gegn Ísland og sem ræður sætaniðurröðun ef lið eru jöfn að stigum í undankeppni EM 2008.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×