Fótbolti

Bikarmeistarar ekki í Meistaradeildina

Elvar Geir Magnússon skrifar
Michel Platini.
Michel Platini.

Tillaga Michel Platini, forseta knattspyrnusambands Evrópu, um að bikarmeistarar fái sæti í Meistaradeild Evrópu hefur verið felld. Þetta gerðist á stjórnarfundi UEFA í dag.

Tillaga Platini var sú að í stað þess að fjögur efstu lið stærstu deilda Evrópu kæmust í Meistaradeildina þá yrði þeim fækkað í þrjú. Bikarmeistarar landsins fengju síðan sæti í undankeppni Meistaradeildarinnar sem fjórða sæti deildarkeppninnar gefur í dag.

Það er ljóst að þessi hugmynd Platini verður ekki að veruleika strax. Á fundinum í dag var þó ákveðið að sex nýjar þjóðir fengju fast sæti í Meistaradeildinni, liðum sem fá beint sæti fjölgar þar með úr 16 í 22.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×