Innlent

Félagasamtök barna með geðraskanir styrkt

Jón Gnarr hleypti verkefninu af stokkunum í dag.
Jón Gnarr hleypti verkefninu af stokkunum í dag.

Jón Gnarr hleypti í dag af stokkunum verkefninu Þú gefur styrk sem er á vegum Sparisjóðsins og félagasamtaka barna og unglinga með geðraskanir. Jón hefur tekið þátt í starfi ADHD samtakanna, sem eru ein þeirra samtaka sem styrkt eru í ár. Samtökin eru til stuðnings fólki með athyglisbrest og ofvirkni.

Sparisjóðurinn mun styrkja átta frjáls félagasamtök á sviði geðraskana barna og unglinga. Átakið stendur til jóla og markmið þess er að safna fé meðal viðskiptavina og landsmanna til að styðja við framsæknar hugmyndir félaganna, eins og segir í tilkynningu Sparisjóðsins.

Þetta er annað árið í röð sem Sparisjóðurinn leggur andvirði hefðubundinna jólagjafa til viðskiptavina í formi styrkja til geðheilbrigðismála. Sparisjóðurinn leggur fram 1.000 krónur fyrir hönd hvers viðskiptavinar sem styrkir félag innan söfnunarinnar.

Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Sparisjóðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×