Enski boltinn

Ekki lesa blöðin, Alex

Sir Alex Ferguson hefur náð sögulegum árangri með United á 21 ári
Sir Alex Ferguson hefur náð sögulegum árangri með United á 21 ári NordicPhotos/GettyImages

Sir Alex Ferguson heldur í dag upp á 21 árs afmæli sitt í starfi knattspyrnustjóra hjá Manchester United. Í tilefni af því fór hann yfir ferilinn í bloggi á heimasíðu félagsins.

"Ég fékk nokkur atvinnutilboð þegar ég var hjá Aberdeen á sínum tíma, en þegar tilboð kom frá Manchester United gat ég bara ekki neitað því. Það var ekki síst út af Sir Matt Busby sem ég gekk að því að fara til Manchester, því orðspor hans í Skotlandi var mikið og gott - eins og auðvitað árangur hans hjá United. Hann tók mér mjög vel og gaf mér gullin ráð - eins og að lesa aldrei blöðin," sagði Ferguson á heimasíðu United.

Hann segir ekki auðveldara að starfa sem knattspyrnustjóri með árunum. "Maður tengist leikmönnum traustum böndum og því var það erfitt þegar ég þurfti að láta menn eins og Phil Neville og Nicky Butt fara - menn sem voru brjálaðir United menn. Það verður ekki auðveldara með árunum að þurfa að taka svona ákvarðanir og því set ég alltaf upp dálitla grímu þegar ég þarf að gera það. Maður hugsar um hvað sé félaginu fyrir bestu og það auðveldar ákvarðanirnar," sagði Ferguson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×